14.06.2013, 11:56
XII. KÓLNUD VINÁTTA.
Sú kunnleið bezt, sem huga hálfan bar
til húsa þeirra', er aldrei grættu brár,
og geymdu yl og áttu hálfar þrár,
er ókunn nú sem töfrahöll í mar.
Og þó að húsum lögð sé leiðin þar,
hver lítil kvöldstund skilur eftir sár,
og drífa fýkur fyrir morguns-ár
og fyllir hvert það spor, sem stígið.var.--------
pað sannleiksmark og samhald — hugarfar
og sömu einkamál, var kemba' í lár,
sem nú er klofin. Rokkur reynslunnar
hvors rífur helming til sín. práður smár
og stór, er spunninn ólíkt. — Er til svar,
á instu leiðum — nema þögul tár?
Sú kunnleið bezt, sem huga hálfan bar
til húsa þeirra', er aldrei grættu brár,
og geymdu yl og áttu hálfar þrár,
er ókunn nú sem töfrahöll í mar.
Og þó að húsum lögð sé leiðin þar,
hver lítil kvöldstund skilur eftir sár,
og drífa fýkur fyrir morguns-ár
og fyllir hvert það spor, sem stígið.var.--------
pað sannleiksmark og samhald — hugarfar
og sömu einkamál, var kemba' í lár,
sem nú er klofin. Rokkur reynslunnar
hvors rífur helming til sín. práður smár
og stór, er spunninn ólíkt. — Er til svar,
á instu leiðum — nema þögul tár?