14.06.2013, 11:55
IX. f HRUNDAR RÚSTIR.
í hrundar rústir — brot úr sögu' og söng
þú sækir dýpri þekking, gleggra vit,
en æfin gaf með alt sitt flas og strit
og aldrei veitir skólaganga löng. —
pau merki hæst, sem minning reisti' á stöng
um menning alda, geyma' ei svikinn lit.
Jón ögmundsson á engin söguslit
og enn þá syrgir nafna hans' Líkaböng.--------
En sagan vestra sérhvert blekuð ár
úr sjálfs vors penna' — að megin þáttum fróm. —
Mun fáni nokkur framtíð þar sem gljár?
Já, fjalla andinn — Snælenzk jöklablóm.
En trúnagg vort og stökk um stjórnarflár,
ei staðist fær hinn þunga alda dóm.
í hrundar rústir — brot úr sögu' og söng
þú sækir dýpri þekking, gleggra vit,
en æfin gaf með alt sitt flas og strit
og aldrei veitir skólaganga löng. —
pau merki hæst, sem minning reisti' á stöng
um menning alda, geyma' ei svikinn lit.
Jón ögmundsson á engin söguslit
og enn þá syrgir nafna hans' Líkaböng.--------
En sagan vestra sérhvert blekuð ár
úr sjálfs vors penna' — að megin þáttum fróm. —
Mun fáni nokkur framtíð þar sem gljár?
Já, fjalla andinn — Snælenzk jöklablóm.
En trúnagg vort og stökk um stjórnarflár,
ei staðist fær hinn þunga alda dóm.