Sonett-Forum

Normale Version: Jónas Hallgrímsson: Svo rís um aldir árið hvurt um sig,
Du siehst gerade eine vereinfachte Darstellung unserer Inhalte. Normale Ansicht mit richtiger Formatierung.
Svo rís um aldir árið hvurt um sig,
eilífðar lítið blóm í skini hreinu;
mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.

Eitt á eg samt, og annast vil eg þig,
hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu,
er himin sér, og unir lágri jörðu,
og þykir ekki þokan voðalig.

Ég man þeir segja: hart á móti hörðu,
en heldur vil eg kenna [til] og lifa,
og þótt að nokkurt andstreymi ég bíði,

en liggja eins og leggur upp í vörðu,
sem lestastrákar taka þar og skrifa
og fylla, svo hann finnur ei --- af níði.

1.1.1845